is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1100

Titill: 
  • Er hægt að nýta upplýsingar úr afladagbókum til eftirlits með brottkasti afla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um afladagbækur og gagnagrunn sem geymir upplýsingar úr þeim. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort Fiskistofa getur hagnýtt sér gagnagrunninn til eftirlits með brottkasti afla. Við úrlausn verkefnisins voru skráningar í afladagbók skoðaðar eftir veiðarfærum á tilteknu veiðisvæði og tímabili.
    Afli á tiltekinni veiðislóð samanstóð yfirleitt af fáum tegundum. Því var ákveðið að aflasamsetning teldist vera afbrigðileg þegar fisktegund veiddist annað hvort aldrei eða eingöngu. Fyrir öll veiðarfæri fundust skip með afbrigðilega aflasamsetningu samkvæmt afladagbókum en langflest þeirra voru á netaveiðum. Samanburður við landaðan afla leiddi hins vegar í ljós að flest skipin lönduðu fisktegundum sem ekki höfðu verið skráðar í afladagbók.
    Fyrir öll veiðarfæri fundust hins vegar skip sem landað höfðu tiltekinni tegund annað hvort aldrei eða eingöngu. Þessi skip eru líkleg til að hafa stundað tegundabrottkast og þar af leiðandi væri rétt að beina eftirliti að þeim skipum. Þannig væri e.t.v. hægt að draga úr brottkasti afla. Upplýsingar úr afladagbókum má því nýta til eftirlits með brottkasti.
    Hins vegar geta skráningar í afladagbók verið ónákvæmar. Ef lítið veiðist af einni tegund er tilhneiging til að skrá hana ekki í afladagbókina. Einnig ber á því að tegundir séu ekki sundurgreindar á fullnægjandi hátt í afladagbók heldur skráðar sem „annað.“ Ekki er því nægjanlegt að skoða eingöngu upplýsingar úr afladagbókum. Samanburður við landaðan afla er nauðsynlegur.
    Þrátt fyrir að hægt sé að finna skip þar sem brottkast hefur líklega verið stundað er ekki hægt að líta svo á að það sé sannað. Alltaf eru einhverjar líkur á að tilviljun ráði afbrigðilegri aflasamsetningu en ekki brottkast. Einnig er hugsanlegt að mismunandi samsetning afla ráðist að einhverju marki af mismunandi getu eða vilja skipstjóra til að hafa áhrif á skiptingu afla eftir tegundum, t.d. með vali á veiðislóð.
    Lykilorð: afladagbók, aflasamsetning, brottkast, fiskiskip, löndun, skráning.

Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1100


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
afladagbaekur.pdf880.62 kBOpinnEr hægt að nýta upplýsingar úr afladagbókum til eftirlits með brottkasti aflaPDFSkoða/Opna